Forsíða Ungbarnasund Myndir Dagatal Staðsetning Hreyfistundir Starfsfólk

 

LITLI ÍÞRÓTTASKÓLINN

Litli íþróttaskóinn hefur verið starfræktur frá árinu 2001 í húsnæði Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Við skólann starfa íþróttakennarar með áralanga reynslu.


Tvö til þrjú námskeið eru haldin ár hvert og fara þau fram á laugardagsmorgnum. Námskeiðin eru 10 tímar, þar af 8 tímar í sal og
2 tímar í laug. Vornámskeið eru 8 tímar.


Litli íþróttaskólinn er fyrir börn á aldrinum 17 mánaða til 3 ára þar sem börn og aðstandendur eru saman í hreyfistund á forsendum barnsins. Tímarnir í Litla íþróttaskólanum eru 40 mín. Þeir eru yfirleitt byggðir upp á svipaðan hátt, með samverustund í byrjun og lok tíma, leikir/æfingar með og án áhalda og mismunandi þrautabrautir.


Okkar reynsla er sú að börnin þrífast best innan nokkuð hefðbundinna ramma með mátulegum skammti af tilbreytingu.

 

 

 

ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Í SÍMUM: 699-1900 (Mína) eða 868-7116 (Inga Lára)